Sumarhús í náttúruperlu austurlands







Sumarhúsin að Ekru eru 2 og eru þau byggð árið 2005.

Þau eru byggð af eigendum jarðarinnar þeim Simma og Kristjönu. Búa þau í aðalhúsinu og halda þar glæsilegt bú með sauðfjárbúskap. Sumarhúsin eru þónokkuð góðan spöl frá aðalhúsum og er því sveitasælan og kyrðin í algjöru hámarki í náttúruperlum austurlands. Lagarfljótið, vötn, hamrar, klettar, tindar, lyng og tún eru svo að segja hvert sem litið er.

Húsin eru búin sem hér segir:

Herbergi 1 er með tvíbreiðu rúmi

Herbergi 2 er með tvíbreiðu rúmi og efrikoju.

Stofa með sófum, sjónvarpi og dvd spilara

Eldhús með góðri aðstöðu

Baðherbergi er með sturtu.

Sængur fylgja með, hægt er að leigja sængurver og handklæði. Gasgrill er á veröndinni

Enginn heitur pottur er en 30km eru til Egilsstaðar þar sem frábær sundaðstaða er.

Næsta nágrenni.

Lagarfljót rennur rétt við túnfótin og Eiríkavatn og fleiri vötn einungis hinum megin við vegin. Krókavatn er þekkt fyrir stóra urriða, allt upp í 10 pund, og eru veiðileyfin seld í aðalhúsinu.

Einungis 30km eru til Egilsstaðar og er þar öll þjónusta sem bestu bæir geta boðið uppá.

Gamla skólasetrið að Eiðum er líka rétt hjá.

Á Galtastöðum framm er gamall torfbær, sem er í eigu Þjóðminjasafnsins, sem gaman er að kíkja á.

Dagsferðir:

Gönguferð í Stórurð er ógleymanleg upplifun og er það dagsferð sem allir ættu að hafa gaman af í góðu veðri með gott nesti.


Hægt er að fara dagsferðir niður á þá ótal firði sem eru allt í kring og hefur hver og einn fjörður sína sérstöðu og einstaka upplifun Til dæmis er leiðin til Borgarfjarðar eystri eins og ferð um víðar strendur með viðkomu á tunglinu. Leiðin niður til Mjóafjarðar er ansi brött en með fallegt útsýni svo langt sem augað eygir. Eru þetta nú bara tveir af mörgum og sjón er sögu ríkari.


Ferðaþjónusta Ekru
701 Egilsstöðum
Sími 471-3054
Gsm: 868-0957
ekra701@simnet.is